Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, mun samkvæmt heimildum Fótbolta.net, fara til Ítalíu á morgun og skoða aðstæður hjá Pro Vercelli.
Félagið er í viðræðum við KR um kaup á miðjumanninum, en ekkert er frágengið í þeim efnum. KR veitti Jóa leyfi til að fara til Ítalíu og kanna aðstæður hjá félaginu.
Félagið er í viðræðum við KR um kaup á miðjumanninum, en ekkert er frágengið í þeim efnum. KR veitti Jóa leyfi til að fara til Ítalíu og kanna aðstæður hjá félaginu.
Pro Vercelli er var nýlega keypt af Bridge Football Group sem á líka FC Den Bosch í Hollandi og Shaanxi Union FC í Kína.
Ítalska liðið er í ítölsku C-deildinni, þriðju efstu deild.
Jóhannes Kristinn, sem er tvítugur, á innan við hálft ár eftir af samningi sínum við KR og var á dögunum orðaður við Val. Hans hugur leitar hins vegar aftur erlendis en hann var á árunum 2021 og 2022 á mála hjá Norrköping í Svíþjóð.
Hann hefur skorað sex mörk í 14 deildarleikjum á tímabilinu en hann verður ekki með KR í leik liðsins gegn ÍA á mánudag.
Marco Banchini, 44 ára Ítali, er þjálfari Pro Vercelli en á undan honum í starfi var Paolo Cannavaro, bróðir Fabio Cannavaro, og þar á undan var Andrea Dossena, fyrrum leikmaður Liverpool.
Liðið endaði í 17. sæti af 20 liðum í A-riðli C-deildarinnar á síðasta tímabili, fór í fallumspil og hélt sæti sínu í deildinni.
Það hafa nokkuð margir íslenskir leikmenn spilað í ítölsku C-deildinni á undanförnum árum. Óttar Magnús Karlsson (Spal --> Renate), Kristófer Jónsson (Triestina) og Adam Ægir Pálsson (Perugia/Novara) voru í deildinni á síðasta tímabili. Stígur Diljan Þórðarson var hjá Triestina fyrri hluta síðasta tímabils og Markús Páll Ellertsson er í Primavera liði félagsins. Þar á undan höfðu þeir Emil Hallfreðsson, Árni Vilhjálmsson og Bjarki Steinn Bjarkason verið í deildinni.
Athugasemdir