Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andy Carroll í utandeildina á Englandi (Staðfest) - Eignast hlut í félaginu
Mynd: Amiens
Andy Carroll er búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa rift samningi sínum við franska liðið Bordeaux.

Carroll er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Dagenham and Redbridge sem leikur í National League South, sjöttu efstu deild á Englandi.

Carroll er 36 ára gamall framherji en hann lék á sínum tíma með Liverpool, Newcastle og West Ham í úrvalsdeildinni. Hann skoraði 54 mörk í 248 leikjum í deildinni.

Fjárfestar frá Katar keyptu félagið í dag og Sky Sports greinir frá því að Carroll hafi eignast hlut í félaginu.


Athugasemdir
banner