McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd - Chelsea í stjóraleit og ætlar að bjóða í Olise
   mán 12. september 2022 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 14. umferð - Er núna í algjöru lykilhlutverki
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er leikmaður 14. umferðar

Sjá einnig:
Sterkasta lið 14. umferðar - Ásdís Karen í sjöunda sinn

Þórdís Hrönn átti sannkallaðan stórleik í 6-0 sigri gegn KR þar sem hún skoraði eitt og lagði upp þrjú mörk. „Eitt mark og þrjár stoðsendingar. Er búin að vera vaxandi á tímabilinu og er núna í algjöru lykilhlutverki," skrifaði undirritaður í skýrslu sinni frá leiknum.

„Ég er mjög ánægð með mitt sumar en það er nóg eftir og ég held áfram. Ef ég næ að hjálpa liðinu þá er ég ánægð. Ég hef fengið traustið og þegar ég fæ traustið þá sýni ég hvað ég get. Það er að sýna sig núna," sagði Þórdís eftir leikinn.

Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals, var einnig spurður út í Þórdísi eftir leikinn gegn KR.

„Hún er búin að vera mjög fersk í sumar. Hún hefur verið að komast hægt og rólega inn í þetta hjá okkur. Mér finnst hún hafa verið mjög góð í sumar," sagði Matti.

Þórdís er mögulega að eiga sitt besta tímabil á ferlinum en það er enn nóg eftir.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sterkust í 11. umferð - Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sterkust í 12. umferð - Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Sterkust í 13. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Athugasemdir
banner
banner
banner