Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 21. júní 2022 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 10. umferð - Fer markahæst í fríið
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Jasmín Erla Ingadóttir úr Stjörnunni er leikmaður tíundu umferðar.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 10. umferðar - Ásdís Karen verið í 50 prósent tilvika

Jasmín Erla átti stórkostlegan leik þegar Stjarnan vann 4-0 sigur á ÍBV, liði sem hefur komið á óvart í sumar, á heimavelli.

„Spilaði frábærlega í dag. Var skapandi fremst á miðjunni og gerði tvö góð mörk með um það bil tveggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks sem gerði algjörlega út um leikinn," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í skýrslu sinni frá leiknum.

Það gekk illa hjá Stjörnunni að opna vörn ÍBV í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum tókst þeim að finna margar opnanir og skora þrjú mörk.

„Við vorum bara þolinmóðari. Við vissum þegar við komum út í seinni að þær yrðu áfram þéttar og nýttum okkur bara að fara utan á þær og finna opnanir þegar þær komu," sagði Jasmín eftir leik.

„Ég er bara ógeðslega ánægð með okkur stelpurnar bara í allt sumar. Þannig ég gæti ekki verið glaðari."

Það er komið EM-frí og fer Jasmín inn í fríið sem markahæsti leikmaður deildarinnar með sjö mörk.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferða - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner