Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. október 2018 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Baskahérað hafði betur gegn Venesúela
Brasilía marði Sádí-Arabíu
Aritz Aduriz skoraði fyrir Baskahérað.
Aritz Aduriz skoraði fyrir Baskahérað.
Mynd: Getty Images
Brasilía lagði Sádí-Arabíu í vináttulandsleik rétt í þessu þar sem Neymar lagði upp bæði mörk leiksins.

Gabriel Jesus skoraði fyrra markið og gerði Alex Sandro það seinna á 96. mínútu.

Brasilía tefldi fram sínu sterkasta byrjunarliði en Sádarnir voru vel skipulagðir og héldu Brössunum í skefjum.

Baskahérað lagði þá Venesúela að velli og skoraði gamli markarefurinn Aritz Aduriz eitt marka sinna manna.

Katar lagði þá Ekvador að velli í fjörugum sjö marka leik þar sem Enner Valencia skoraði tvennu og var síðan rekinn af velli.

Sádí-Arabía 0 - 2 Brasilía
0-1 Gabriel Jesus ('43)
0-2 Alex Sandro ('96)
Rautt spjald: Al Owais, Sádí-Arabía ('85)

Baskahérað 4 - 2 Venesúela
1-0 Ibai ('25)
1-1 A. Romero ('30)
2-1 B. O. Jon ('49)
3-1 Aritz Aduriz ('53)
4-1 A. Elustondo ('87)
4-2 A. Ponce ('90)

Katar 4 - 3 Ekvador
1-0 A. Akram ('32)
2-0 A. Abdulla ('36)
3-0 Al Haidos ('61, víti)
3-1 Enner Valencia ('66)
4-1 A. Abdulla ('68)
4-2 Enner Valencia ('71)
4-3 J. Cevallos ('89)
Rautt spjald: F. Erazo, Ekvador ('73)
Rautt spjald: Enner Valencia, Ekvador ('94)

Singapúr 2 - 0 Mongólía

Sri Lanka 1 - 4 Malasía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner