Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. desember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Meiðsli í vörn Liverpool fyrir leikinn gegn Man Utd
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Sigur Liverpool á Napoli í gær tók sinn toll fyrir þá rauðklæddu en Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli seint í leiknum auk þess sem Joel Matip meiddist á öxl. Ekki er ljóst hvort þeir verða klárir gegn Manchester United á sunnudaginn.

Alexander-Arnold meiddist á ökkla og þar sem Joe Gomez er einnig frá keppni þá fór miðvörðurinn Dejan Lovren í hægri bakvörðinn síðustu mínúturnar.

„Trent fékk högg á fótinn. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er en þetta er sársaukafullt," sagði Jurgen Klopp eftir leikk.

James Milner, sem hefur áður leyst bakvörðinn, fór einnig af velli undir lokin í gær en Klopp sagði eftir leik að þar hefði líklega einungis verið um krampa að ræða en ekki meiðsli.

Matip fór á sjúkrahús í skoðun eftir leiinn í gær en ekki hefur heyrst meira af meiðslum hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner