Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. nóvember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Dortmund ætlar að ræða við Bellingham eftir HM
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, mun ræða við enska landsliðsmanninn Jude Bellingham eftir HM í Katar og fá það á hreint hvað hann vill gera á næsta ári.

Bellingham er aðeins 19 ára gamall og talinn með bestu miðjumönnum heims í dag.

Hann er lykilmaður í liði Borussia Dortmund og hækkar verðmiðinn á honum með hverjum deginum, en Manchester United, Manchester City, Real Madrid og Liverpool eru öll á eftir honum.

Liverpool er sagt leiða kapphlaupið um Bellingham en hann gæti kostað allt að 150 milljónir punda.

Watzke segir að stefnt sé að því að ræða við Bellingham eftir HM og fá það á hreint hvort hann ætli sér að vera áfram eða ekki.

„Eftir Katar þá munum við setjast niður og ræða það hvað Jude vill gera. Hann verður að segja okkur hvort hann vilji vera áfram eða fara. Ef stærstu félögin vilja fá hann þá höfum við ekki fjárhagslega efni á því að fara í einhverja baráttu,“ sagði Watzke við Bild.
Athugasemdir
banner
banner