Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. nóvember 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Patrik og Elías fögnuðu sæti á EM með sigrum
Elías Rafn í rauðu.
Elías Rafn í rauðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku U21 landsliðsmarkverðirnir, þeir Patrik Siguður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, vörðu mörk sinna liða í dönsku B-deildinni í kvöld. KSÍ fékk það staðfest í dag að U21 landsliðið færi á EM á næsta ári.

Viborg, liðið sem Patrik ver markið hjá, er á toppi deildarinnar með 30 stig eftir tólf leiki. Liðið vann 2-1 heimasigur á Hobro í kvöld. Tobias Bech skoraði bæði mörk Viborg í leiknum og sigurmarkið kom á lokamínútu venjulegs leiktíma. Patrik er á láni frá Brentford.

Elías Rafn var á milli stanganna hjá Fredericia þegar liðið vann 1-2 útisigur á Kolding. Fredericia komst í 0-2 snemma leiks en heimamenn minnkuðu muninn á 75. mínútu. Fredericia er í 3. sæti deildarinnar, eins og er, með 23 stig.

Þá fór fram viðureign tveggja Íslendingaliða í dönsku Superliga, efstu deild.

Frederik Schram var á varamannabekk Lyngby þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Horsens. Kjartan Henry Finnbogason tók út leikbann hjá Horsens og þá var Ágúst Eðvald Hlynsson ekki í leikmannahópi liðsins.

Liðin eru á botni deildarinnar, bæði með þrjú stig eftir níu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner