Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2019 09:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Hamren valtur í sessi ef illa fer í kvöld?
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið stefnir á að komast í lokakeppni EM en leikmenn hafa talað um að nauðsynlegt sé að taka sex stig gegn Andorra til að ná markmiðum sínum í riðlinum.

Með leik Andorra og Íslands í kvöld (19:45 að íslenskum tíma) hefur íslenska liðið leik í undankeppninni.

Það er nauðsynlegt fyrir liðið og Erik Hamren landsliðsþjálfara að sigur vinnist í kvöld.

„Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir Ísland að vinna í kvöld í hinni erfiðu baráttu sem fram undan er um sæti á EM, það má ætla að Hamren verði hreinlega valtur í sessi ef ekki vinnst sigur, þrátt fyrir aðeins sjö mánuði í starfi," skrifar Sindri Sverrisson, blaðamaður Morgunblaðsins, í grein sinni sem birt var í morgun.

„Þetta er gott tækifæri til að sýna þess merki að hann sé rétti maðurinn til að leiða Ísland til frekari afreka og ef illa fer hjálpar ekkert til að benda á óboðlegar aðstæður hér í Andorra."

„Leikurinn í kvöld er einnig kjörið tækifæri fyrir strákana okkar til að binda enda á 15 leikja hrinu án sigurs (ef allir leikir eru taldir). Fyrir lið sem hefur slegið við landsliðum Króatíu, Hollands, Tyrklands, Úkraínu og fleiri í síðustu undankeppnum er slík hrina allt of löng."

Grein Sindra má lesa í heild sinni í Morgunblaði dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner