Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júlí 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham búið að ná samkomulagi við Romero
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur ætlar að krækja í argentínska miðvörðinn Cristian Romero sem leikur með Atalanta á Ítalíu.

Romero er í eigu Juventus en á löngum lánssamningi hjá Atalanta með kaupmöguleika sem félagið hyggst nota.

Fabio Paratici, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, hefur miklar mætur á Romero og vill ólmur fá hann í enska boltann.

Romero er 23 ára gamall og á einnig leiki að baki fyrir Genoa í ítalska boltanum. Hann spilaði sína fyrstu landsleiki á þessu ári þegar hann vann Copa America með Argentínu.

Tottenham og Romero hafa komist að samkomulagi um samningsmál. Nú þarf Tottenham að semja við Atalanta um kaupverð.

Atalanta getur keypt Romero fyrir 40 milljónir evra frá Juventus og vill fá 55 milljónir frá Tottenham samkvæmt Fabrizio Romano.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner