Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 23. mars 2023 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo sá leikjahæsti í sögunni
Cristiano Ronaldo er leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi en þessum áfanga náði hann gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Ronaldo er á sínum stað í byrjunarliði portúgalska landsliðsins eftir að hafa þurft að sætta sig við bekkjarsetu í síðustu tveimur leikjum liðsins á HM í Katar.

Hann jafnaði met Bader Al-Mutawa, sem spilaði 196 landsleiki fyrir Kúveit, þegar hann spilaði á móti Marokkó á HM, en í kvöld bætti hann metið.

Ronaldo er nú leikjahæstur með 197 landsleiki og hefur hann skorað 118 mörk.


Athugasemdir
banner
banner