Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Ögmundur: Ég á yndislegan tengdaföður sem elskar mig
Ögmundur.
Ögmundur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar, tengdafaðir Ögmundar.
Steinar, tengdafaðir Ögmundar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfiður dagur. Maður fór langt niður og þetta kom mér líka á óvart. Þetta var gríðarlega svekkjandi" svona lýsir Ögmundur Kristinsson því þegar HM hópur íslenska landsliðsins var tilkynntur.

Ögmundur var gestur Harðar Snævar Jónssonar, ritstjóra 433.is í hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Þar var Ögmundur spurður út í þennan miðurskemmtilega dag í lífi Ögmundar.

Þar var Ögmundur Kristinsson ekki meðal leikmanna þrátt fyrir að hafa verið í landsliðshópnum síðustu 5-6 árin fyrir HM og þá spilaði hann til að mynda í undankeppninnni fyrir HM í sigri á Finnum á Laugardalsvelli.

„Að sjálfsögðu vissi ég stöðuna mína. Ég var ekki að spila hvern einasta leik hjá Excelsior en ég vissi samt sem áður að ég datt inn í byrjunarliðið í lokin og spilaði vel síðustu fjóra leikina hjá Excelsior. Eftir að ég byrjaði að spila aftur og spilaði vel þá var ég nokkuð viss um að þetta myndi ekki gerast."

Hálf trúði þessu ekki
Allir leikmenn íslenska landsliðsins í undankeppninni fyrir HM fengu SMS frá KSÍ þar sem þeim var tilkynnt það hvort þeir væru á leiðinni á HM í Rússlandi eður ei.

Ögmundur segir að það hafi verið alvöru skellur að lesa SMS-ið þar sem honum var tilkynnt að hann væri ekki í landsliðshópnum.

„Maður hálftrúði þessu ekki. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera. Eins og ég sagði áðan, þá fór maður langt niður en síðan var þetta bara búið og gert og maður reif sig upp."

Sú frétt sem vakti hvað mesta athygli í kjölfar fréttamannafundar landsliðsins þar sem HM hópurinn var valinn var sú frétt að tengdafaðir Ögmundar, Steinar mætti á fréttamannafundinni og lét óánægju sína í ljós.

„Var valið faglegt eða var það bara tekið úr fjölmiðlunum?" sagði Steinar meðal annars á fréttamannafundinum. Ögmundur segist ekki hafa vitað af því að tengdaföður sinn ætlaði að mæta á fréttamannafundinn.

„Það eina sem ég tek úr þessu er að ég á yndislegan tengdaföður sem elskar mig mikið og gerir allt fyrir mig. Ég held að flestir drengir væru til í eiga tengdapabba sem myndi gera það. Ég var ekkert pirraður út í hann. Frekar stoltur af honum ef eitthvað er," sagði Ögmundur um atvikið.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Ögmund í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner