Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. júní 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Arsenal myndi yfirgefa „miðlungsfélagið"
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, myndi fara frá félaginu ef hann væri í sömu sporum og Pierre-Emerick Aubameyang.

Hinn 31 árs gamli Aubameyang á ár eftir af samningi sínum og eru miklar vangaveltur um framtíð hans hjá Arsenal. Aubameyang er fyrirliði félagsins.

Emmanuel Petit, sem lék með Arsenal frá 1997 til 2000, segir í samtali við Paddy Power: „Ef ég væri Aubameyang, þá myndi ég fara frá Arsenal. Arsenal er ekki eins og það var."

„Þetta er orðið miðlungsfélag. Ég finn mjög til með stuðningsmönnum og fólkinu sem elskar félagið. En ég finn ekki til með leikmönnunum, 75 prósent af þeim eiga ekki skilið að klæðast treyjunni."

Arsenal hefur farið hörmulega af stað eftir að enska úrvalsdeildin hófst aftur, en liðið heimsækir Southampton klukkan 17:00 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner