Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
banner
   sun 25. desember 2022 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Matheus Cunha til Wolves (Staðfest)
Mynd: EPA

Brasilíski framherjinn Matheus Cunha er orðinn að nýjum leikmanni Wolves í ensku úrvalsdeildinni.


Cunha er 23 ára gamall og hefur gert 7 mörk í 54 leikjum hjá Atletico Madrid, auk þess að hafa spilað 8 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann var gífurlega iðinn við markaskorun með U23 landsliðinu og setti 21 mark í 24 leikjum, en hefur ekki tekist að skora með aðalliðinu og var ekki valinn í hópinn fyrir HM í Katar.

Cunha kemur til Úlfanna á lánssamningi með kaupskyldu næsta sumar. Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir heildarupphæðina sem Wolves greiðir nema 50 milljónum evra.

Lánssamningurinn mun gilda þar til næsta sumar en Cunha verður svo samningsbundinn Úlfunum til 2027.

Úlfarnir eru óvænt á botni ensku úrvalsdeildarinnar aðeins með 8 mörk skoruð í 15 umferðum. Cunha á að hjálpa við að leysa það vandamál.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner