Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá vil ég fá nýjan stjóra, 100%"
Arne Slot er stjóri Liverpool
Arne Slot er stjóri Liverpool
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, er undir mikilli pressu þar sem illa hefur gengið hjá Liverpool á tímabilinu.

Liverpool varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð, á fyrsta tímabili Slot. Í sumar var svo mikið verslað hjá félaginu en nýju leikmennirnir hafa flestallir komið með lítið að borðinu.

Svo hefur Slot núna lent upp á kant við Mohamed Salah, stærstu stjörnu liðsins. Núna velta margir fyrir sér hvor muni endast lengur hjá Liverpool, Salah eða Slot.

„Út frá uppleggi á þessu tímabili, upplegginu á móti Leeds og Sunderland - þar sem Sunderland stjórnaði leiknum meirihlutann af því að pressan og ákefðin var engin - þá vill ég fá nýjan stjóra, 100%," sagði Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Þá er ég ekki að tala um út af Salah. Mér hefur fundist þetta áður en viðtalið við hann kom upp. Ég dæmi hann út frá því að ég horfi á leikina og uppleggið."

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Athugasemdir
banner
banner