Kári Kristjánsson heufr verið kynntur sem nýr leikmaður FH. Kári hefur undanfarin ár verið einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar þar sem hann spilaði fyrir Þrótt.
Jóhannes Karl Guðjónsson, nýr þjálfari FH, er að styrkja lið sitt fyrir komandi sumar og er að vinna í því að yngja hópinn. Kári er 21 árs gamall.
Hér að neðan má sjá tilkynningu FH.
Jóhannes Karl Guðjónsson, nýr þjálfari FH, er að styrkja lið sitt fyrir komandi sumar og er að vinna í því að yngja hópinn. Kári er 21 árs gamall.
Hér að neðan má sjá tilkynningu FH.
Kári Kristjánsson nýr leikmaður Fimleikafélagsins
FH og Þróttur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Kára Kristjánssonar úr Þrótti í FH og gerir Kári fjögurra ára samning við FH.
Kári hefur verið einn allra besti leikmaður Lengjudeildarinnar undanfarin tvö tímabil og verið lykilmaður í Þróttaraliðinu sem var mjög nálægt því að tryggja sér sæti í efstu deild.
Við FH-ingar bjóðum Kára hjartanlega velkominn í FH og hlökkum til að sjá hann í hvítu treyjunni næstu ár
„Við höfum fylgst með Kára undanfarin misseri og þegar það var ljóst að Þróttur færi ekki upp í efstu deild varð það mögulegt fyrir okkur að ná í hann. Kári er virkilega góður fótboltamaður, góður á boltanum, les leikinn vel og er mikill liðsmaður. Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að landa Kára og vitum að hann getur hjálpað okkur að ná okkar markmiðum." segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við FH media.
Athugasemdir



