Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
18 ára Rooney fékk líflátshótanir
Wayne Rooney í leik Man Utd og Sunderland.
Wayne Rooney í leik Man Utd og Sunderland.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Wayne Rooney segist hafa fengið líflátshótanir þegar hann yfirgaf uppáhalds félag Everton og gekk í raðir Manchester United átján ára gamall.

Rooney var keyptur til United á 27 milljónir punda 2004 eftir að hafa hafnað metsamningi frá Everton.

„Ég fékk líflátshótanir frá nokkrum stuðningsmönnum Everton. Það var spreyjað á heimili foreldra minna og heimili kærustu minnar á þeim tíma, sem er eiginkona mín í dag," segir Rooney.

„Þarna þarftu að vera mjög andlega sterkur. Fólkið í kringum þig verður að hjálpa. Mitt hugarfar var alltaf að mér væri alveg sama, ég vissi hvað ég vildi."

Á þessum tíma voru samfélagsmiðlar langt frá því eins stórir og þeir í dag.

„Sonur minn (Kai) er 16 ára og hann er á samfélagsmiðlum. Hann er hjá United og er styrktur af Puma. Það eru hundruðir þúsunda eða milljón manns að fylgjast með mönnum sem eru þetta ungir. Þetta var ekki svona þegar ég var á þessum aldri," segir Rooney.
Athugasemdir
banner
banner