Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 12:30
Kári Snorrason
Á ekki von á neinu öðru en að Jón Daði taki slaginn í 2. deild
Jón Daði skoraði fjögur mörk í sjö leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Hann er á samningi til ársins 2027.
Jón Daði skoraði fjögur mörk í sjö leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Hann er á samningi til ársins 2027.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson tók við sem þjálfari Selfyssinga fyrr í vetur.
Óli Stefán Flóventsson tók við sem þjálfari Selfyssinga fyrr í vetur.
Mynd: Selfoss
ÓIi Stefán Flóventsson, nýráðinn þjálfari Selfoss, segist ekki eiga von á neinu öðru en að Jón Daði Böðvarsson taki slaginn með Selfyssingum í 2. deildinni á næstu leiktíð.

Jón Daði Böðvarsson gekk til liðs við Selfoss um mitt sumar og náði að spila sjö leiki fyrir uppeldisfélagið á tímabilinu.

Eftir að liðið féll um deild sagði hann að hann þyrfti að fara yfir stöðu sína og meta hvort hann ætlaði að taka slaginn í 2. deild.

Fótbolti.net ræddi við Óla Stefán um Jón Daða og framtíð hans, ítarlegra viðtal við Óla verður svo birt síðar í dag.

„Ég á ekki von á neinu öðru. Auðvitað þegar lið falla er eðlilegt að menn staldri við og hugsi aðeins, annað væri skrýtið. Ég veit ekki betur en að hann sé til í slaginn og vilji hjálpa félaginu sínu, sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“

„Jón hefur komið mér skemmtilega á óvart. Hann er að koma til baka eftir langan og vægast sagt farsælan atvinnumannaferil og vill gefa til baka.

Ég held að það sé alveg ljóst að hann getur spilað á hærra stigi. En hann vill bara gefa til baka og hjálpa félaginu sínu. Hann gerir það svo sannarlega á öllum æfingum og í öllu sem hann gerir. Hvernig hann talar og sér um sig er á allt öðru 'leveli' heldur en þessir strákar þekkja. Sem kemur okkur að gríðarlega góðum notum,“
sagði Óli að lokum.


Athugasemdir
banner
banner