Anton Logi Lúðvíksson gekkst undir aðgerð á öxl eftir leik Breiðabliks og Samsunspor í síðasta mánuði. Þess vegna var hann ekki með Blikum gegn Shamrock Rovers í gær.
„Hann fór í aðgerð á öxl, verður allavega frá út janúar. Hann er í sínu bataferli, þessi axlarmeiðsl hafa verið lengi að stríða honum. Það var tekin ákvörðun um að drífa hann í aðgerð sem fyrst svo hann verði klár fyrir undirbúningstímabilið," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.
Breiðablik vann 3-1 á Laugardalsvelli í gær og var sigurinn sögulegur þar sem þetta var fyrsti sigur Breiðabliks í Sambandsdeildinni.
„Hann fór í aðgerð á öxl, verður allavega frá út janúar. Hann er í sínu bataferli, þessi axlarmeiðsl hafa verið lengi að stríða honum. Það var tekin ákvörðun um að drífa hann í aðgerð sem fyrst svo hann verði klár fyrir undirbúningstímabilið," segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.
Breiðablik vann 3-1 á Laugardalsvelli í gær og var sigurinn sögulegur þar sem þetta var fyrsti sigur Breiðabliks í Sambandsdeildinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Shamrock Rovers
Gerðu vel í að finna leið til að sigla sigrinum heim
„Eins og við var að búast, miðað við aðstæður og annað, þá var svolítið skrifað í skýin að þetta yrði ekki fallegur fótboltaleikur. Ég er rosa ánægður hvernig við höndluðum það. Við erum lið sem vill spila fótbolta, vill láta boltann ganga hratt á milli manna og hreyfa andstæðingana, það var alveg pínu erfitt í gær, en við fundum leiðir til þess að vinna leikinn. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir okkar augnablikum, það stendur upp úr. Við vorum þéttir varnarlega, þeir sköpuðu nánast engin færi, ekki mikið fyrir Anton Ara að gera. Við vörðumst vel sem lið og biðum eftir okkar augnablikum. Við fundum leiðir til að vinna leik sem var ekki áferðarfallegur, gerðum vel í að finna leið til að sigla sigrinum heim."
Var eitthvað stress í stöðunni 1-1?
„Það var aldrei tímapunktur sem mér leið eitthvað hræðilega, mér fannst þeir aldrei hættulegir þó að á köflum hafi mér fundist þeir ná aðeins yfirtökum úti á velli, en án þess að skapa einhverja raunverulega hættu."
„Ég hafði alltaf góða tilfinningu fyrir því að við myndum opna þá með skyndisóknum og að það myndi skila sér með þau gæði sem við höfum innanborðs. Það svo gerðist."
Framundan er svo ferð til Strasbourg í Frakklandi þar sem Breiðablik á möguleika á umspilssæti með hagstæðum úrslitum. Blikar fara til Frakklands á þriðjudag.
Þorleifur skoðar sín mál
Þorleifur Úlfarsson er með lausan samning við Breiðablik í lok árs og hefur heyrst af áhuga erlendis á honum. Ólafur Ingi var spurður út í framherjann. Ertu að búast við að ná að halda honum?
„Dolli er að skoða sín mál, auðvitað er það leikmaður sem við myndum vilja halda hjá okkur, en ég veit að það er áhugi á honum. Þannig við þurfum aðeins að bíða og sjá hvað verður," segir þjálfarinn.
Athugasemdir



