Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 11:41
Elvar Geir Magnússon
Hræðileg byrjun Nancy - Baulað á Celtic Park
Wilfried Gauthier Nancy.
Wilfried Gauthier Nancy.
Mynd: EPA
Celtic frá Glasgow hefur tapað báðum leikjum sínum eftir að franski stjórinn Wilfried Nancy tók við liðinu. Celtic tapaði toppbaráttuslagnum gegn toppliði Hearts um síðustu helgi og lá svo illa í Evrópudeildinni í gær.

Undir stjórn bráðabirgðastjórans reynslumikla Martin O'Neill hafði Celtic komist á gott skrið en síðan hefur allt hrokkið í baklás.

Celtic Park var fljótur að tæmast í lokin á 0-3 tapi gegn Roma í Evrópudeildinni í gær og áhorfendur bauluðu.

Nancy lét af störfum hjá bandaríska félaginu Columbus Crew til að taka við Celtic. Hann er fyrsti stjórinn í sögu Celtic til að tapa fyrstu tveimur leikjunum með stjórnartaumana.

Þetta var í annað sinn í sögunni sem Celtic fær á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik í Evrópuleik. Nancy er strax kominn í brekku en stuðningsmenn Celtic eru þekktir fyrir allt annað en þolinmæði.
Athugasemdir
banner
banner
banner