Mohamed Salah ferðaðist til London í miðri viku á meðan Liverpool spilaði gegn Inter í Meistaradeildinni.
Krafta Salah var ekki óskað í leiknum þar sem hann fór í viðtal um síðustu helgi og var vægast sagt ósáttur við það að vera á bekknum. Hann sagði þar félagið henda sér undir rútuna og gagnrýndi Arne Slot, stjóra liðsins.
Krafta Salah var ekki óskað í leiknum þar sem hann fór í viðtal um síðustu helgi og var vægast sagt ósáttur við það að vera á bekknum. Hann sagði þar félagið henda sér undir rútuna og gagnrýndi Arne Slot, stjóra liðsins.
Framtíð hans hjá Liverpool er í óvissu og það gæti verið að hann fari annað í janúar. Hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.
Salah fundaði með gömlum liðsfélaga, Jordan Henderson, á veitingastað í London á miðvikudaginn en samkvæmt fréttum frá Englandi var hann að spyrja Henderson út í tíma hans í Sádi-Arabíu. Henderson fór frá Liverpool til Al-Ettifaq árið 2023 en var þar einungis í nokkra mánuði.
Henderson er í dag leikmaður Brentford en hann var lengi vel fyrirliði Liverpool.
Athugasemdir



