Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 13:30
Kári Snorrason
Pep mætti ekki á blaðamannafund vegna persónulegra ástæðna
Mynd: EPA
Pep Guardiola mætti ekki á blaðamannafund Manchester City í dag vegna persónulegra ástæðna. Kolo Touré, aðstoðarþjálfari Manchester City, fyllti í skarð Pep.

Í upphafi fundar var Touré var spurður út í Guardiola:

„Já, það er allt í lagi með Pep, þetta er smávægilegt mál sem kom í veg fyrir að hann kæmist en allt er í góðu lagi. Hann verður örugglega kominn aftur fyrir leikinn gegn Palace á sunnudaginn.“

Touré var því næst spurður út í titilbaráttuna við Arsenal og sagði Pep þá besta stjóra heims.

„Við erum með besta þjálfara í heimi sem vinnur ótrúlegt starf á hverjum degi. Hann mun koma okkur eins langt og við getum til að vinna deildina.

„Við þekkjum gæðin í liði Arsenal, þeir eru með virkilega sterkan hóp og frábæran stjóra en þetta er allt undir okkur komið. Við erum ekki að einbeita okkur að því hvað Arsenal er að gera. Hver leikur er eins og úrslitaleikur fyrir okkur.“

Athugasemdir
banner
banner
banner