Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag val á mönnum mánaðarins fyrir nóvembermánuð.
Igor Thiago, framherji Brentford, hreppti titilinn leikmaður mánaðarins en hann skoraði fimm mörk í fjórum leikjum. Brasilíumaðurinn hefur skorað ellefu mörk það sem af er tímabils.
Hann er fyrsti leikmaður Brentford til að hljóta þessi verðlaun.
Hann skoraði tvö mörk gegn Newcastle, úr víti gegn Brighton og svo tvö í 3-1 sigri gegn Burnley. Hann hefur reynst happafengur síðan hann kom frá Club Brugge.
Þá var Enzo Maresca, stjóri Chelsea, valinn þjálfari mánaðarins en liðið vann þrjá leiki og gerði jafntefli við Arsenal.
Igor Thiago, framherji Brentford, hreppti titilinn leikmaður mánaðarins en hann skoraði fimm mörk í fjórum leikjum. Brasilíumaðurinn hefur skorað ellefu mörk það sem af er tímabils.
Hann er fyrsti leikmaður Brentford til að hljóta þessi verðlaun.
Hann skoraði tvö mörk gegn Newcastle, úr víti gegn Brighton og svo tvö í 3-1 sigri gegn Burnley. Hann hefur reynst happafengur síðan hann kom frá Club Brugge.
Þá var Enzo Maresca, stjóri Chelsea, valinn þjálfari mánaðarins en liðið vann þrjá leiki og gerði jafntefli við Arsenal.
Desembermánuður hefur ekki gengið jafnvel hjá Maresca en Chelsea tapaði 3-1 gegn Leeds og gerði markalaust jafntefli við Bournemouth.
Liðið tapaði jafnframt gegn Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudaginn síðastliðinn.
In sensational goalscoring form for @BrentfordFC ????
— Premier League (@premierleague) December 12, 2025
Igor Thiago is November’s @easportsfc Player of the Month ???? pic.twitter.com/ly2KKpgBtm
An unbeaten November for @ChelseaFC ????
— Premier League (@premierleague) December 12, 2025
Enzo Maresca is @BarclaysFooty Manager of the Month ???? pic.twitter.com/N66yTOIz2G
Athugasemdir





