Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 16:45
Elvar Geir Magnússon
Varar við því að sársaukinn gæti aukist enn frekar
Jean-Ricner Bellegarde verður frá fram í febrúar.
Jean-Ricner Bellegarde verður frá fram í febrúar.
Mynd: EPA
Rob Edwards, stjóri Wolves.
Rob Edwards, stjóri Wolves.
Mynd: EPA
Rob Edwards, stjóri Wolves, varar við því að „sársaukinn gæti aukist enn frekar“ hjá liðinu.

Úlfarnir eru neðstir í ensku úrvalsdeildinni með aðeins tvö stig og hefur enn ekki unnið leik. Allir fjórir leikir liðsins síðan Edwards tók við hafa tapast.

Úlfarnir heimsækja topplið Arsenal annað kvöld. Liðið er tveimur leikjum frá því að jafna met Sheffield United sem fór í gegnum 17 fyrstu umferðirnar 2020 án þess að vinna leik.

„Það gæti reynst erfitt að koma sér út úr þessu slæma gengi, það gæti því verið meiri sársauki framundan. En það gefur mér orku og ég hlakka til að bæta hlutina," segir Edwards.

„Ég finn að margt jákvætt er að gerast á æfingasvæðinu og skilningur liðsins er mikill. En á endanum erum við dæmdir á úrslitum og þetta hefur verið erfitt lengi."

Þegar rignir þá hellirignir. Í dag bárust þær fréttir að Jean-Ricner Bellegarde, lykilmaður á miðsvæði Wolves, verði líklega frá til febrúarmánaðar vegna meiðsla aftan í læri sem hann hlaut í tapinu gegn Manchester United á dögunum.

Bellegarde hefur spilað 14 af 15 deildarleikjum Wolves og skoraði á mánudag fyrsta deildarmark liðsins síðan 26. október.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner