Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nadia Nadim: Hún fékk mig til að tárast
Nadia Nadim.
Nadia Nadim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadim í leik gegn Breiðabliki í Meistaradeildinni.
Nadim í leik gegn Breiðabliki í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Akkúrat núna geturðu vælt yfir því að þurfa að vera heima hjá þér og hugsað: 'Lífið mitt er svo ömurlegt'. En það er líka hægt að vera þakklátur fyrir að búa í samfélagi þar sem þú getur fengið mat og þak yfir höfuðið.'
'Akkúrat núna geturðu vælt yfir því að þurfa að vera heima hjá þér og hugsað: 'Lífið mitt er svo ömurlegt'. En það er líka hægt að vera þakklátur fyrir að búa í samfélagi þar sem þú getur fengið mat og þak yfir höfuðið.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar ég hef tíma til að horfa til baka þá hugsa ég með mér að það sé ekki mikið af fólki sem geti sagt að það hafi upplifað allt þetta á ævi sinni."

Nadia Nadim er ein besta fótboltakona í heimi og spilar með Paris Saint-Germain og danska landsliðinu. „Ég er bara 32 ára gömul en mér líður eins og ég hafi upplifað miklu meira, nær 200 árum, á góðan og slæman hátt," segir Nadim í spjalli við The Guardian.

Talíbanar bönnuðu henni að fara í skóla þegar hún var 11 ára gömul og myrtu síðar föður hennar. Móðir hennar hjálpaði henni og fjórum systrum hennar frá Afganistan. Í flóttamannabúðum í Danmörku varð Nadim svo ástfangin af fótbolta.

Nadim hefur breytt lífum með sögu sinni. Á Heimsmeistaramótinu á síðasta ári tók hún þátt í pallborðsumræðum um uppbyggingu ungra kvenna í fótbolta. „Ég sit á meðal þessara fallegu kvenna sem koma víða úr heiminum. Allir byrja að deila sinni sögu um hvaða mótlæti þær hafa þurft að sigrast á til að spila fótbolta. Fyrst fannst mér þetta mjög sorglegt allt saman. Í dag erum við að berjast fyrir jafnræði, sérstaklega þegar kemur að launum, sem er frábært, en í öðrum heimshlutum er konum og stelpum ekki einu sinni leyft að snerta fjandans bolta. Það er brjálæði."

<>„Það var ein stelpa sem lyfti hönd sinni. Hún var frá Pakistan. Hún er hálfgrátandi þegar hún segir: 'Ég trúi ekki að Nadia Nadim sé hérna'. Hún segir frá því þegar hún spilaði fótbolta í litlum bæ í Pakistan en allir sögðu þar við stelpurnar að þær gætu ekki spilað fótbolta því þær voru múslimar. Hún sagði: 'Ég ætlaði að flýja og aldrei spila leikinn aftur, en svo frétti ég af sögu þinni og það fékk mig til að trúa að ég gæti líka spilað fótbolta."

„Ég er mjög tilfinningarík manneskja, en ég græt ekki auðveldlega fyrir framan fólk. Hún fékk mig til að tárast."

Nadim, sem er 32 ára, á eina önn eftir í námi sínu. Hún er að læra að verða skurðlæknir sem sérhæfir sig í líkamsendurbyggingu (e. reconstructive surgeon). Hún mun þannig til dæmis hjálpa fólki sem lendir í bílslysi eða í sprengingu. „Ég veit gildi þess að hjálpa fólki þegar það á enga von. Öll sú hjálp sem ég fékk í lífinu gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það getur verið erfitt fyrir fólk sem slasast alvarlega á andliti í sprengingu að vera til. Ég vil hjálpa."

Nadim er heima í Danmörku þessa stundina þar sem enginn fótbolti er í gangi vegna kórónuveirunnar. Viðtalið endar á vitrum orðum dönsku landsliðskonunnar.

„Akkúrat núna geturðu vælt yfir því að þurfa að vera heima hjá þér og hugsað: 'Lífið mitt er svo ömurlegt'. En það er líka hægt að vera þakklátur fyrir að búa í samfélagi þar sem þú getur fengið mat og þak yfir höfuðið. Ef þú verður veikur þá eru til staðar læknar sem munu gera sitt besta til að hjálpa þér."

„Það er þínum höndum hvernig þú lítur á stöðuna. Ég á enn vonir og drauma. Ég veit ekki hvenær við vorum aftur í venjulegt horf og mér er alveg sama vegna þess að ég lifi í núinu. Ég er að gera það besta úr stöðunni. Ég er að gera mitt besta til að eiga betri framtíð og betri morgundag," segir Nadim.

Sjá einnig:
Nadia Nadim: Kem pottþétt aftur (Viðtal)

Athugasemdir
banner
banner