banner
   þri 29. september 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tony Adams telur mistök að selja Martinez: Betri en Leno
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tony Adams, goðsögn hjá Arsenal og fyrrum fyrirliði liðsins, telur félagið hafa gert stór mistök með því að selja Emiliano Martinez til Aston Villa.

Arsenal fékk 20 milljónir punda fyrir Martinez sem stóð sig vel á síðustu leiktíð þegar hann þurfti að fylla í skarð Bernd Leno vegna meiðsla.

Martinez var lykilmaður er Arsenal fór alla leið og vann enska bikarinn enn eina ferðina.

„Martinez var ótrúlegur í bikarnum, hann var gjörsamlega stórkostlegur. Arteta hefur ákveðið að setja sitt traust á Leno sem mér finnst ekki eiga heima hjá félagi í topp fjórum. Mér finnst hann eiga í alltof miklum vandræðum með fyrirgjafir," sagði Adams.

„Það var tilviljun að Martinez sprakk út á síðustu leiktíð, það var skrifað í skýin. Þetta er markvörður sem hafði verið hjá félaginu í 10 ár án þess að spila meira en 10 leiki og allt í einu kemur hann inn og stoppar allt! Það var eins og hann væri andsetinn. Hann var ótrúlega góður.

„Að mínu mati ætti Martinez að vera númer eitt en Arteta er maðurinn og hefur tekið sína ákvörðun."


Leno og Martinez eru jafnaldrar en þýski markvörðurinn hefur spilað 72 leiki á rúmum tveimur árum hjá Arsenal. Martinez hefur í heildina spilað 38 leiki fyrir félagið, 23 á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner