Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 26. febrúar 2005 06:06
Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir tekur við KR í sumar
Mynd: Merki
Helena Ólafsdóttir tekur við þjálfun mfl. kvenna af Írisi Eysteinsdóttur í sumar en þetta kom fram á vefsíðu félagsins í gær. Íris getur ekki stýrt liðinu út leiktíðina þar sem hún á von á barni og því hefur Helena verið fengin til að klára tímabilið.

Helena var landsliðsþjálfari kvenna þar til í vetur er KSÍ ákvað óvænt að endurnýja ekki samninginn við hana og ráða Jörund Áka Sveinsson til starfans.

Helena lék með KR um árabil frá árinu 1986 til 2001 og skoraði 222 mörk í 275 leikjum og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari en þá var hún fyrirliði liðsins.

Íris er eiginkona Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar framherja ÍA en saman eiga þau von á fótboltabarni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner