Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. ágúst 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - 10 leikir í Championship
Aron Einar mætir Sheffield United.
Aron Einar mætir Sheffield United.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 10 leikir á dagskrá í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í kvöld.

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magússon hefur þurft að sitja á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum hjá Bristol City, en í dag spilar Bristol gegn Brentford.

Aron Einar Gunnarsson er lykilmaður hjá Cardiff, sem mætir Sheffield United í kvöld.

Þá er Íslendingaslagur þegar Reading og Aston Vila mætast. Ólíklegt er þó að Íslendingar komi við sögu í leiknum. Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Reading, er meiddur og Birkir Bjarnason er ekki inn í myndinni hjá Steve Bruce, knattspyrnustjóra Aston Villa. Hann hefur að minnsta kosti ekki verið það í upphafi tímabils.

Hér að neðan eru allir leikir kvöldsins.

Leikir dagsins:
18:45 Milwall - Ipswich
18:45 Middlesbrough - Burton Albion
18:45 Derby - Preston
18:45 Hull - Wolves
18:45 Cardiff - Sheffield United
18:45 Brentford - Bristol City
18:45 Birmingham - Bolton
18:45 Barnsley - Nottingham Forest
18:45 Leeds - Fulham
19:00 Reading - Aston Villa
Athugasemdir
banner
banner
banner