Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. ágúst 2018 14:43
Magnús Már Einarsson
Subasic líka hættur með króatíska landsliðinu
Hættur með landsliðinu.
Hættur með landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Danijel Subasic, markvörður Mónakó, hefur ákveðið að hætta að leika með króatíska landsliðinu. Hann tilkynnti þetta í dag, degi eftir að Mario Mandzukic tilkynnti að hann sé hættur að leika með landsliðinu.

Hinn 33 ára gamli Subasic var markvörður Króata þegar þeir enduðu í öðru sæti á HM í Rússlandi í sumar.

Subasic varði meðal annars vítaspyrnur í sigrunum gegn Dönum og Rússum í vítaspyrnukeppni.

„Ég hafði tekið ákvörðunina fyrir HM því ég vildi enda ferilinn á HM. Það var draumur minn," sagði Subasic í dag.

Hinn 28 ára gamli Lovre Kalinic fer væntanlega í markið í stað Subasic en hann varði mark Króata í leiknum gegn Íslandi á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner