Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. ágúst 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Jökull frá eftir höfuðhögg - Góð frammistaða í fyrstu leikjunum
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Reading
Markvörðurinn ungi Jökull Andrésson verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eftir að hafa verið borinn af velli í leik Hungerford og Hemel Hempstead í ensku utandeildinni í gærkvöldi.

Jökull fékk höfuðhögg í kjölfarið á hornspyrnu eins og sjá má á myndbandi í fréttinni.

Jökull er einungis 16 ára gamall en Hungerford fékk hann á láni frá Reading í sumar.

Jökull hefur staðið vaktina vel í byrjun tímabils hjá Hungerford en fjórum umferðum er lokið í utandeildinni.

Hann hefur meðal annars haldið hreinu gegn Bracknell auk þess sem hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli gegn Wealdstone.


Athugasemdir
banner
banner
banner