Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. október 2018 16:27
Elvar Geir Magnússon
Naby Keita fór meiddur af velli - Engar börur til staðar
Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli Keita eru.
Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli Keita eru.
Mynd: Getty Images
Naby Keita, leikmaður Liverpool, fór meiddur af velli þegar Gínea mætti Rúanda í landsleik í Afríku.

Keita meiddist á læri í fyrri hálfleik og fór af velli fyrir hlé.

Samkvæmt fréttum voru ekki börur til staðar svo liðsfélagi Keita þurfti að bera hann af velli á bakinu.

Ekki er vitað á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru en landsleikjaglugginn er ekki að fara vel með leikmenn Liverpool.

Miðvörðurinn Virgil van Dijk spilar þrátt fyrir að vera rifbeinsbrotinn og Sadio Mane er puttabrotinn.

Þá fór Mohamed Salah líka meiddur af velli í landsleik.

Liverpool mætir Huddersfield á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner