banner
miđ 19.des 2018 10:10
Elvar Geir Magnússon
5 dagar til jóla - Heimsliđiđ: Miđjumađur....
Baldur velur David Silva.
Baldur velur David Silva.
Mynd: Fótbolti.net
David Silva og Mateo.
David Silva og Mateo.
Mynd: NordicPhotos
Fótbolti.net telur dagana til jóla međ ţví ađ fá valinkunna einstaklinga til ađ velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimsliđ. Á hverjum degi fram ađ jólum kynnum viđ einn í liđinu og á sjálfum ađfangadegi verđur fyrirliđinn kynntur, besti leikmađur heims.

Baldur Sigurđsson, fyrirliđi bikarmeistara Stjörnunnar, á nćsta val til ađ fullkomna miđjuna. Hann velur David Silva, leikmann Manchester City.

„Ţađ var erfitt ađ velja á milli City leikmannana Silva og De Bruyne en ég er mjög hrifinn af ţeim báđum. Tek samt Silva fram yfir í ţetta skiptiđ," segir Baldur.

„Ţađ vita allir hvađ hann getur í fótbolta. Missir ekki boltann, frábćr í stuttu spili, leggur upp og skorar."

„Ţađ sem heillar mig mest viđ Silva er hvađ hann virđist vera frábćr karakter. Búinn ađ vera hliđhollur City í mörg ár og spilađi frábćrlega í fyrra ţrátt fyrir erfiđleikana í kringum fćđingu sonar síns."

„Draumaleikmađur á miđjuna međ góđum varnarsinnuđum miđjumanni eins og Fernandinho."

Miđjumađur - David Silva
32 ára - Lék 125 landsleiki fyrir Spán.

Fimm stađreyndir um Silva
- Hann varđ unglingaliđsleikmađur Valencia á Spáni 14 ára gamall og skorađi fyrsta mark sitt fyrir ađalliđ félagsins 2006.

- Roberto Mancini fékk Silva til Manchester City og var hann upphaflega hugsađur sem vćngmađur.

- Á síđasta tímabili fékk Silva frí frá ćfingum til ađ vera hjá syni sínum Mateo sem fćddist löngu fyrir tímann og var í mikilli lífshćttu.

- Silva fékk gćlunafniđ Merlín frá liđsfélögum sínum vegna ótrúlegra hćfileika sinna, í höfuđiđ á töframanninum.

- Silva er hćttur ađ leika fyrir spćnska landsliđiđ en hann vann EM í tvígang međ liđinu og HM einu sinni.

Sjá einnig:
Markvörđur - Hugo Lloris
Hćgri bakvörđur - Dani Alves
Miđvörđur - Sergio Ramos
Miđvörđur - Raphael Varane
Vinstri bakvörđur - Marcelo
Miđjumađur - Sergio Busquets
Miđjumađur - Luka Modric
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches