Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. júlí 2019 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Jafnt hjá HK/Víkingi og Keflavík
HK/Víkingur fer upp af botninum.
HK/Víkingur fer upp af botninum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur 1 - 1 Keflavík
1-0 Fatma Kara ('59 )
1-1 Sophie Mc Mahon Groff ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. HK/Víkingur og Keflavík mættust í frestuðum leik úr 8. umferð.

Fyrir leikinn í kvöld var HK/Víkingur á botninum með sex stig og Keflavík í sjöunda sæti með níu stig.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum. „Mjög fjörugur fyrri hálfleikur. Bæði lið átt færi og sótt til skiptis. Gæti dottið hvoru megin sem er," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í beinni textalýsingu frá Víkingsvelli þegar flautað var til hálfleiks.

Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel, en það var HK/Víkingur sem skoraði fyrsta mark leiksins. Fatma Kara skoraði glæsilegt mark á 59. mínútu og kom HK/Víkingi yfir.

Á 84. mínútu jöfnuðu gestirnir úr Keflavík. Hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir slapp inn fyrir og setti boltann fram hjá markverði HK/Víking þar sem Sophie McMahon Groff kom svo og kláraði færið.

Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að ná inn sigurmarki, en það kom ekki. Lokatölur 1-1, jafntefli.

HK/Víkingur fer af botninum, en liðið er með jafnmörg stig og Fylkir. Þetta er ekki gott kvöld fyrir Fylki sem tapaði í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og á fór á botn Pepsi Max-deildarinnar á nánast sama tíma. Keflavík fer upp í fimmta sætið með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner