Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fös 01. mars 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham verður með Real Madrid á morgun
Mynd: EPA

Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid er klár í slaginn og verður til taks þegar liðið heimsækir Valencia í spænsku deildinni á morgun.


Bellingham hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð en hann hefur skorað 16 mörk í 21 leik og lagt upp þrjú til viðbótar.

Hann meiddist í 4-0 sigri liðsins gegn Girona þann 10. febrúar en hann skoraði tvö mörk í leiknum áður en hann fór af velli vegna meiðsla eftir um klukkutíma leik.

Liðið hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í án hans en liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk í þessum þremur leikjum.

„Við þurfum að vera upp á okkar besta. Carvajal, Camavinga, Joselu og Bellingham eru allir komnir aftur. Bellingham er 100%. Hann hefur gert allt sem hann hefur þurft að gera til að koma aftur. Honum líður vel í ökklanum og er upp á sitt besta, hann mun spila," sagði Carlo Ancelotti stjóri liðsins í aðdraganda leiksins gegn Valencia á morgun.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner