Evrópufótboltasambandið, UEFA, hefur tilkynnt lið vikunnar í Meistaradeild Evrópu en Paris Saint-Germain á flesta fulltrúa að þessu sinni.
PSG vann 1-0 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum á þriðjudag og kom sér í góða stöðu í einvíginu.
Ousmane Dembele, sem skoraði sigurmarkið, er í liði vikunnar ásamt Gianluigi Donnarumma, Vitinha og Marquinhos. Arsenal er með einn fulltrúa í hinum 18 ára gamla Myles Lewis-Skelly.
Barcelona er með þrjá fulltrúa eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við Inter í gær.
Lamine Yamal, Raphinha og Pedri eru fulltrúar Börsunga á meðan Inter er með þá Nicolo Barella, Denzel Dumfries og Francesco Acerbi.
Introducing your Team of the Week! ????@cryptocom | #UCLTOTW pic.twitter.com/44jm0E9pm4
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 1, 2025
Athugasemdir