Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal leiðir baráttuna um Evan Ndicka, varnarmann Roma á Ítalíu. La Gazzetta dello Sport greinir frá þessum tíðindum í dag.
Arsenal og Newcastle United hafa sýnt franska varnarmanninum áhuga síðustu mánuði en það eru Arsenal-menn sem hafa stigið fyrsta skrefið í átt að því að kaupa hann.
Ndicka, sem er 25 ára gamall, hefur haldist meiðslafrír allt tímabilið og spilað alla deildarleiki Roma. Frammistaða hans hefur verið frábær undir stjórn Claudio Ranieri og því eðlilegt að áhuginn sé mikill.
Gazzetta dello Sport segir að Arsenal hafi spurst fyrir um Ndicka varðandi möguleg félagaskipti í sumar, en Roma verðmetur hann á um 25-30 milljónir punda.
Ndicka er fæddur í Frakklandi og spilaði með yngri landsliðum Frakklands en ákvað að skipta yfir í landslið Fílabeinsstrandarinnar fyrir tveimur árum og hefur síðan spilað 20 landsleiki.
Athugasemdir