
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru bikarmeistarar eftir frábæran 4-2 sigur á Werder Bremen á RheinEnegergiestadion í Köln í dag.
Landsliðskonan var á sínum stað í hjarta varnarinnar í leiknum ásamt Magdalenu Eriksson.
Lea Schuller og Carolin Simon komu Bayern í 2-0 á fyrsta hálftímanum en Bremen minnkaði muninn þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.
Í þeim síðari skoraði Schuller tvö mörk á fjórtán mínútum og fullkomnaði þrennu sína og um leið tryggði Bayern bikarmeistaratitilinn. Wolfsburg náði einu marki seint í uppbótartíma en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-2.
Bayern er tvöfaldur meistari en aðeins nokkrir dagar eru liðnir síðan liðið tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Freiburg á heimavelli.
Þetta er í annað sinn sem Bayern vinnur bikarinn og í fyrsta sinn síðan 2012.
Árið þá sérstaklega glæsilegt hjá Glódísi sem var í 22. sæti í kjörinu um Ballon d'Or undir lok árs og var þá valin íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.
???? ???????????????????????????????????????????????????????????????? ????????????????????
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) May 1, 2025
#FCBayern #MiaSanMia #DOUB1E pic.twitter.com/8bPZI7tEPK
Athugasemdir