Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Feyenoord kaupir markahæsta leikmann deildarinnar (Staðfest)
Sam Steijn (f.m) fer til Feyenoord í sumar
Sam Steijn (f.m) fer til Feyenoord í sumar
Mynd: EPA
Hollenska félagið Feyenoord hefur fest kaup á sóknarsinnaða miðjumanninum Sam Steijn frá Twente.

Steijn er 23 ára gamall og leikið á als oddi í hollensku deildinni á tímabilinu.

Hann er markahæstur með 23 mörk og í heildina kominn með 27 mörk í öllum keppnum.

Hollendingurinn var orðaður við félög um alla Evrópu en hefur kosið að vera áfram í Hollandi.

Feyenoord staðfesti kaupin á honum í dag en það greiðir 9 milljónir evra sem getur hækkað upp í 13 milljónir ef ákveðnum skilyrðum er mætt. Hann gerir samning til 2029.

Steijn hefur skorað 52 mörk í 118 leikjum síðan hann kom frá Ado den Haag fyrir þremur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner