Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 02. maí 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sassuolo fyrsta félagið til að opna svæði sitt fyrir leikmönnum
Mynd: Getty Images
Enginn fótbolti hefur verið spilaður á Ítalíu síðan Sassuolo lagði Brescia að velli, 3-0, fyrir luktum dyrum þann 9. mars. 9. mars var mánudagur og þá helgina var fjórum leikjum frestað og sex leikjum helgina áður vegna heimsfaraldursins.

Fyrr í dag tilkynnti Sassuolo að liðið ætli að hefja æfingar á mánudag. Það er fyrsta félagið í Seríu A sem tilkynnir um að æfing muni fara fram eftir að deildinni var slegið á frest í mars.

Emilia-Romagna héraðið tilkynnti fyrr í þessari viku að hægt væri að hefja æfingar á svæðinu en áfram yrði að virða reglur um fjarlægð.

„Sassuolo tilkynnir hér með að 4. maí fái leikmenn ákveðinn aðgang að æfingasvæði félagsins og geti þar farið á einstaklingsæfingu."

„Leikmenn fá einungis aðgang að völlunum á svæðinu en áfram verður lokað innanhús. Einstaklingsæfingar fara fram um morguninn frá mánudegi til föstudag. Þrír vellir verða opnir og sex leikmenn mega æfa á hverri klukkustund. Hver leikmaður fær hálfan völl fyrir sig."


Napoli gæti orðið annað liðið til að tilkynna að einstaklingsæfingar geti hafist en félagið hefur ekki tilkynnt um slíkt til þessa.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner