Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir markverðir á meðal bestu félagskipta í Pepsi Max-kvenna
Karitas fór frá Selfossi í Breiðablik.
Karitas fór frá Selfossi í Breiðablik.
Mynd: Breiðablik
Á þriðjudaginn verður flautað til leiks í Pepsi Max-deild kvenna en það var vel hitað upp á Heimavellinum í gær.

Aníta Lísa, knattspyrnuþjálfari, og Karólína Jack, leikmaður Fylkis, mættu á Heimavöllinn í lokaupphitun fyrir deildina.

Þær voru spurðar út í það hver væru bestu félagaskipti vetrarins og nefndu þær fimm leikmenn sem hafa fært sig á milli félaga frá síðasta tímabili.

„Ég setti niður að Eva Núra (Abrahamsdóttir) í Selfoss væri mjög gott 'move', Clara Sig(urðardóttir) í ÍBV er mjög gott líka. Karitas (Tómasdóttir) í Breiðablik gætu verið ein bestu skiptin," sagði Aníta Lísa en tveir markverðir komust einnig á hennar lista.

„Ég setti tvo markverði niður á blað, Íris Dögg (Gunnarsdóttir) í Þrótt og Chante (Sandiford) í Stjörnuna."

Pepsi Max-deildin hefst á þriðjudaginn og tilvalið að hlusta á þáttinn en það er hægt að gera það hér að neðan.
Heimavöllurinn: Lúxus fyrirpartý fyrir Pepsí Max
Athugasemdir
banner
banner