Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. júlí 2018 11:20
Magnús Már Einarsson
Dalic hrósar Modric fyrir að fara aftur á punktinn
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, hrósaði Luka Modric fyrir hugrekki eftir dramatískan sigur á Dönum í 16-liða úrslitum HM í gær.

Króatía vann 3-2 eftir vítaspyrnukeppni en Modric skoraði úr sinni spyrnu þar. Miðjumaðurinn magnaði klikkaði hins vegar á vítaspyrnu í framlengingu en þá varði Kasper Schmeichel frá honum.

„Ég hreifst mikið af því hvað hann var ákveðinn í að taka spyrnu eftir að hafa klikkað í framlengingunni," sagði Dalic.

„Hann sýndi ábyrgð eins og sannur fyrirliði og það lýsir Luka vel."

„Getið þið ímyndað ykkur það ef hann hefði ekki skorað? Hann er frábær leikmaður."


Modric klikkaði á vítaspyrnu á EM 2008 þegar Króatía tapaði gegn Tyrklandi í vítaspyrnukeppni. Hann hafði skorað úr öllum sex vítaspyrnum sínum síðan þá áður en kom að spyrnunni í framlengingu í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner