Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   sun 03. desember 2023 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter endurheimti toppsætið
Marcus Thuram skoraði þriðja mark Inter
Marcus Thuram skoraði þriðja mark Inter
Mynd: EPA
Napoli 0 - 3 Inter
0-1 Hakan Calhanoglu ('44 )
0-2 Nicolo Barella ('62 )
0-3 Marcus Thuram ('85 )

Inter er komið aftur á toppinn í Seríu A eftir að hafa unnið öruggan 3-0 sigur á Napoli í kvöld.

Leikurinn var nokkuð jafn stærstan hluta fyrri hálfleiksins eða alveg fram að fyrsta marki Inter sem Hakan Calhanoglu gerði upp úr engu, en hann þrumaði boltanum af rúmlega tuttugu metra færi í bláhornið.

Mótlæti Napoli hvarf svona að mestu eftir það. Þó liðið hafi vissulega fengið sín færi í leiknum þá reyndi ekkert rosalega mikið á Yann Sommer. Hann varði eitt öflugt skot frá Kvicha Kvaratskhelia í upphafi síðari hálfleiksins áður en Inter gekk frá leiknum.

Nicolo Barella og Marcus Thuram gerðu út um leikinn með tveimur mörkum í þeim síðari. Barella skoraði eftir fyrirgjöf Lautaro Martínez áður en Thuram gerði þriðja markið eftir sendingu Juan Cuadrado.

Inter kemur sér aftur á toppinn með 35 stig en Napoli í 5. sæti með aðeins 24 stig. Inter er taplaust í síðustu átta deildarleikjum og ætla greinilega að gera sig líklega til að taka titilinn í ár.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 24 20 3 1 59 12 +47 63
2 Juventus 25 16 6 3 38 17 +21 54
3 Milan 25 16 4 5 49 31 +18 52
4 Bologna 26 13 9 4 39 23 +16 48
5 Atalanta 24 14 3 7 47 23 +24 45
6 Roma 25 12 5 8 45 30 +15 41
7 Lazio 25 12 4 9 31 26 +5 40
8 Fiorentina 25 11 5 9 37 29 +8 38
9 Napoli 24 10 6 8 33 28 +5 36
10 Torino 25 9 9 7 23 22 +1 36
11 Monza 25 8 9 8 25 30 -5 33
12 Genoa 25 7 9 9 26 31 -5 30
13 Lecce 25 5 9 11 24 39 -15 24
14 Udinese 25 3 14 8 25 38 -13 23
15 Frosinone 25 6 5 14 32 52 -20 23
16 Empoli 25 5 7 13 19 38 -19 22
17 Verona 26 4 8 14 23 36 -13 20
18 Sassuolo 24 5 5 14 29 45 -16 20
19 Cagliari 25 4 7 14 23 46 -23 19
20 Salernitana 25 2 7 16 20 51 -31 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner