Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
banner
   fim 04. júlí 2019 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Allir brjálaðir inn í klefa
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli þegar þeir fengu Hauka í heimsókn á Nettóvöllinn í kvöld.

Keflavík komst yfir með marki Dags Inga Valssonar á 41. mínútu leiksins hélt sú forysta þar til í uppbótartíma þegar Valdimar Pálsson dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Adolf Mtasingwa Bitegeko fyrir að handleika knöttinn. Úr spyrnunni skoraði Ásgeir Þór Ingólfsson og tryggði Haukum eitt stig.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Haukar

„Það eru allir brjálaðir inní klefa en ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um það en ég get bara sagt það að mér fannst Haukar ekki líklegir á einn einasta hátt til að fara skora sjálfir,“ sagði Eysteinn um sín fyrstu viðbrögð eftir leik og hvort þeir hefðu hreinlega ekki verið rændir sigri.

Þótt jafntefli hafi eflaust ekki verið úrslitin sem Eysteinn var að leita eftir er þetta þó framför frá síðasta heimaleik sem að tapaðist illa gegn Leikni. Var Eysteinn sáttur við hvernig menn komu inn í leikinn?

„Já ég er sáttur við margt í frammistöðunni en þetta er samt dálítið kaflaskipt en menn voru að hlaupa fyrir hvorn annan sem var dagsskipunin.“

Félagaskiptaglugginn er opinn eins og flestir vita.Verða breytingar á leikmannahópi Keflavíkur í glugganum?

„Við erum að skoða þetta en það er ekkert sem hægt að tala um ennþá.“

Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner