Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. október 2019 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp vill ekki sjá myndavél í klefanum: Myndi segja upp
Mynd: Getty Images
Myndband af hálfleiksræðu Jesse Marsch, þjálfara Salzburg, í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudag hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Liverpool komst í 3-0, en Salzburg minnkaði muninn fyrir leikhlé í 3-1. Marsch vakti sína menn með rosalegri ræðu í hálfleiknum.

Lærisveinar hans mættu grimmir út í seinni hálfleikinn og voru búnir að jafna í 3-3 eftir stundarfjórðung. Mohamed Salah gerði sigurmark Liverpool skömmu síðar en leikmenn Salzburg geta gengið stoltir frá þessu verkefni.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki mjög hrifinn af þessu athæfi, að setja myndavélar í búningsklefa.

„Ef Liverpool myndi setja myndavél á mig í svona stöðu, þá myndi ég segja upp," sagði Klopp.

Myndband af ræðunni er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner