Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. desember 2017 15:26
Elvar Geir Magnússon
Crystal Palace ætlar að gera geggjaðar endurbætur á leikvangi sínum
Svona mun Selhurst Park vonandi líta út.
Svona mun Selhurst Park vonandi líta út.
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace kynnti í dag metnaðarfullar áætlanir sínar um að gjörbreyta heimavelli félagsins, Selhurst Park.

Leikvangurinn hefur þjónað félaginu síðan 1924 en eftir breytingar mun hann taka 34 þúsund áhorfendur en það er fjölgun um 8 þúsund.

KSS arkitektastofan teiknaði nýja leikvanginn en hún vann að stækkun Anfield.

Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, segir að kominn sé tími á nýjan leikvang.

„Við þurfum leikvang sem sýnir hversu langt við höfum náð og hvert við viljum fara," segir Parish en hér að neðan má fræðast meira um nýja leikvanginn.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner