Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. desember 2017 10:09
Magnús Már Einarsson
Orri: Þetta er rosalega skrýtið og asnalegt
Orri varð Íslandsmeistari með Val í sumar.
Orri varð Íslandsmeistari með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, hefur ennþá ekki fengið svör um það hvort danska félagið Horsens ætli að ganga frá kaupum á sér eða ekki. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Valur og Horsens komust að samkomulagi um félagaskipti Orra í nóvember og í kjölfarið fór hann út til Danmerkur þar sem hann skoðaði aðstæður og spilaði æfingaleik með liðinu.

Danska félagið sagði í kjölfarið að tekin yrði ákvörðun um framhaldið viku síðar. Hinn 22 ára gamli Orri hefur hins vegar ekki fengið nein svör ennþá, mánuði síðar.

„Þeir náðu sam­komu­lagi við Val og það var allt komið í sam­bandi við kaup og kjör, en svo fékk ég bara aldrei neitt til mín. Þetta er bara fá­rán­legt."

„Þeir hafa sagt tvisvar að þeir þurfi að finna ein­hvern pen­ing og jafn­vel fylla upp í aðrar stöður líka og eru eig­in­lega bara bún­ir að setja okk­ur á bið. Eins og staðan er núna er ég bara að bíða en ef þetta dregst eitt­hvað miklu leng­ur slít ég þessu bara sjálf­ur,“
seg­ir Orri við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner