Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. febrúar 2019 15:31
Elvar Geir Magnússon
Svona er staðan í ensku deildinni síðan Solskjær tók við
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur unnið níu af tíu leikjum sínum í öllum keppnum síðan bráðabirgðastjórinn Ole Gunnar Solskjær tók við.

Þrátt fyrir árangurinn hefur liðið aðeins komist upp um eitt sæti í töflunni en er þó komið mun nærri Meistaradeildarsætunum.

Ef stigasöfnunin í ensku úrvalsdeildinni væri talin síðan Solskjær tók við þá væri Manchester United á toppnum. Ekkert óvænt þar en liðið er með sjö sigra og eitt jafntefli úr átta leikjum.

Tottenham og Liverpool koma í næstu sætum en svo koma meistarararnir í Manchester City í fjórða.

Hér má sjá töfluna:
Athugasemdir
banner
banner