Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. mars 2020 19:25
Aksentije Milisic
Spánn: Messi tryggði Barcelona sigur af vítapunktinum
Mynd: Getty Images
Barcelona 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Lionel Andres Messi ('81 , víti)

Barcelona og Real Sociedad áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn var Sociedad í sjötta sæti deildarinnar en Barcelona í því öðru.

Markalaust var í fyrri hálfleik en 80. mínútu dróg til tíðinda. Barcelona átti þá aukaspyrnu og eftir atgang í teignum þá ákvað dómari leiksins að kíkja í VAR skjáinn eftir að hann fékk skilaboð í eyrun að um hugsanlega hendi væri að ræða á leikmann Sociedad.

Eftir að hafa skoðað atvikið varð niðurstaðan vítaspyrna. Lionel Messi steig á punktinn og skoraði örugglega. Alex Remiro, markvörður Sociedad fór í rétt horn en það dugði ekki til.

Með sigrinum fer Barcelona á toppinn með tveimur stigum meira en Real Madrid sem á leik á morgun gegn Real Betis á útivelli.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner