Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thiago Silva á förum frá PSG?
Thiago Silva hefur verið hjá PSG frá 2012.
Thiago Silva hefur verið hjá PSG frá 2012.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt franska íþróttablaðinu L’Equipe þá gæti Thiago Silva verið á förum frá Paris Saint-Germain næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Það er erfitt að ímynda sér PSG án brasilíska varnarmannsins. Hann hefur verið hjá félaginu frá 2012.

Talið er að Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sé ekkert rosalega hrifinn af þeirri hugmynd að bjóða 35 ára gömlum varnarmanni nýjan samning.

Silva, sem á 89 landsleiki fyrir Brasílíu, gæti hugsanlega farið aftur til AC Milan þar sem hann spilaði áður en hann fór til Parísar.

Zlatan Ibrahimovic, sem fór með Thiago Silva frá Milan til PSG árið 2012, sneri nýlega aftur til Milan og spurning er hvort að Silva taki sama skref.
Athugasemdir
banner
banner