Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. febrúar 2020 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Quaison skoraði þrennu - Paderborn náði í stig
Robin Quaison skoraði þrennu fyrir Mainz
Robin Quaison skoraði þrennu fyrir Mainz
Mynd: Getty Images
Fimm leikir fóru fram í þýsku deildinni í dag en Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Paderborn gerðu 1-1 jafntefli við Schalke á meðan Mainz vann góðan 3-1 sigur á Herthu Berlín.

Sænski landsliðsmaðurinn Robin Quaison skoraði öll þrjú mörk Mainz er liðið vann Herthu Berlín. Quaison hefur verið heitur á þessari leiktíð en hann er kominn með 14 mörk fyrir Mainz sem er í 15. sæti deildarinnar.

Wolfsburg gerði 1-1 jafntefli við Fortuna Düsseldorf og þá var Samúel Kári ónotaður varamaður er Paderborn gerði jafntefli við Schalke sem er í baráttu um Evrópusæti. Paderborn er á botninum með 16 stig.

Marius Bulter skoraði tvö mörk er Union Berlin vann Werder Bremen og Luca Waldschmidt, sem var besti maður U21 árs landsliðs Þýskaland síðasta sumar á EM, skoraði þá sigurmark Freiburg gegn Hoffenheim.

Úrslit og markaskorarar:

Wolfsburg 1 - 1 Fortuna Dusseldorf
0-1 Matthias Zimmermann ('13 )
1-1 Renato Steffen ('50 )
Rautt spjald: Marin Pongracic, Wolfsburg ('48)

Werder 0 - 2 Union Berlin
0-1 Marius Bulter ('52 )
0-2 Marius Bulter ('72 )

Hertha 1 - 3 Mainz
0-1 Robin Quaison ('17 )
0-2 Robin Quaison ('82 )
1-2 Jeffrey Bruma ('84 , sjálfsmark)
1-3 Robin Quaison ('90 , víti)
Rautt spjald: Marius Wolf, Hertha ('88)

Freiburg 1 - 0 Hoffenheim
1-0 Luca Waldschmidt ('40 , víti)

Schalke 04 1 - 1 Paderborn
1-0 Ahmed Kutucu ('63 )
1-1 Klaus Gjasula ('81 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner